Kiss, Formúla 1, gamlingjar og 875 evrur....

Kiss Alive 35Hljómsveitin Kiss heldur upp á 35 ára starfsafmæli sitt á næstunni með því að leggja af stað í hljómleikaferðalag um heiminn sem þeir nefna "KISS ALIVE 35"

 

"Túrinn" hefst 16 mars n.k. í Melbourne í Ástralíu á fyrstu Formula 1 kappakstri ársins 2008. Fyrir ISK 6500 færðu miða sem gildir bæði á kappaksturinn og á Kiss tónleikana. Þeir kalla þetta "Super Sunday" sem ég skil mjög vel. Svæðið opnar snemma morguns og tónleikarnir hefjast kl 19:00. Fyrir áhugasama þá er hægt að sjá http://www.grandprix.com.au/ 

Þaðan fara Kissararnir og spila á fleiri stöðum bæði í Ástralíu og í Nýja Sjálandi áður en þeir koma til evrópu. Já gott fólk, EVRÓPA..:!! Og í þessari röð:

Þýskaland, Ítalía, Serbía, Búlgaría, Grikkland, Rússland, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Þýskaland (aftur), Tékkland, Þýskaland (aftur), Holland, Frakkland, Þýskaland (enn og aftur) og loks Spánn.

Reyndar er enn að bætast við tónleikar í evrópu, en þeir halda aftur til USA þann 21 júní.

Þetta er stærsti og vel heppnaðasti tour sem Kiss hefur farið á ferlinum sem spannar eins og áður sagði 35 ár. Það seldist upp á 7 mínútum í Helsinki 27 maí n.k. (15.000 miðar) þannig að bæta þurfti við seinni tónleikum daginn eftir sem einnig seldust upp en nú á lengri tíma, 9 mínútum. Stokkhólmur 30 maí n.k. seldist upp á innan við 20 mínútum (35.000 miðar), það fannst mér mjög slæmt þar sem þetta voru tónleikarnir sem ég ætlaði að sjá. Til viðbótar er uppselt í París, Osló, Oberhausen, Prag ásamt fleirum. Og þar sem stanslaust er að bætast við tónleikar í evrópu er best að fylgjast með hér http://www.kissontour.com 

Svo er fólk að tala um að þeir séu orðnir of gamlir? Það nennir enginn að minnast á Rolling Stones?

Ég hef hins vegar ekkert séð eða heyrt í íslenskum fjölmiðlum um þennan tour? Ein stærsta hljómsveit allra tíma með met tour í sölu og enginn minnist á það? Hvernig væri nú ef Einar Bárðar tæki sig nú til og héldi alvöru tónleika í Egilshöllinni þar sem barnabörnin, börnin, foreldrarnir og afi og amma færu öll saman að sjá? Það þekkja allir Kiss, það eiga flestir sitt uppáhalds lag með þeim og það vilja klárlega allir sjá þetta. 

Ég á miða á Forum í Kaupmannahöfn þann 3 júní n.k. Þá verður minn 25 ára gamli draumur að veruleika. Ég nefnilega sá þá ekki þegar þeir komu hingað til lands og spiluðu í Reiðhöllinni í Víðidal 30 ágúst 1988. Ég fékk ekki leyfi til að fara, kornungur snáðinn á Akureyri. Bömmer.........!

Og fyrir þá sem eiga auka 875 evrur (90.000 ISK), þá er hægt að kaupa "Meet & Greet" miða. Með honum fær maður að hitta "strákana" persónulega í fullum skrúða og fá af sér mynd með þeim.

Geturðu lánað mér..............?

atli herg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll, sjáumst í Forum

Gunnar (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband