Silfrið

Ég missti af Silfri Egils um síðustu helgi, en horfði á það áðan á netinu. Ég sá mig nauðugan til að horfa á þetta viðtal í ljósi látana sem það hefur valdið í bloggheimum, útvarpinu og á fleiri stöðum. Einhver útvarpsþátturinn opnaði fyrir símann í vikunni og leyfði fólki að koma sinni skoðun á framfæri um þetta viðtal. Margir höfðu samúð með Jóni Ásgeir og aðrir með Agli. Þarna mætti Jón Ásgeir og svaraði öllum spurningum sem Egill spurði að, og gerði það bara nokkuð vel, svona fyrir venjulegan mann af götunni. Mig. Hins vegar vil ég segja við þá sem gagnrýndu Egil fyrir sína framkomu og "dónaskap" Hver á að gera þetta ef Egill gerir þetta ekki? Það þurfti bara að spyrja Jón Ásgeir þessara spurninga á þennan hátt sem Egill gerði. Svona tölum við "venjulegu mennirnir á götunni" saman. Þetta skiljum við. Ég myndi ekki nenna að tala við vini mína á formlegan hátt, það er ekkert fútt í því. Ég held að það hljóti að vera sannleikskorn hjá þeim báðum þó. Hins vegar held ég að Egill sé í alveg agalega slæmu líkamlegu formi, maður heyrir (og sér reyndar) það nú bara á honum. Það hefur örugglega truflað fólk í gagnrýni sinni á kallinn.

ah - leðja


mbl.is Hefur enn áhuga á Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Já, líkamlega formið er að trufla mann. móður og másandi allan þáttinn kallgreyið. Var reyndar alveg eins og amateur í þessum þætti. Nær hjá þér að horfa á Hrafnaþing 13.okt. Ingvi Hrafn nánast tekur egil af lífi

steinn (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband