Bas(s)ar

Rockwood

 Ég var 14 ára þegar ég hóf að hamra bassann. Jólin 1992 fékk ég eldrauðan RockWood (by Hohner) bassa og lítinn 15W Roland bassamagnara frá föður mínum. Fljótlega skipti ég þó Rolandinum upp í 150W Carlsbro magnara svo að rokkið myndi nú skila sér betur. 

Þetta var ekki merkilegur bassi þessi RockWood en þó lærði ég eitt af þessu sem maður heyrir þó tónlistarmenn segja mjög oft. “Maður á aldrei að selja hljóðfærin sín” Þetta er rétt, hvað þá sitt fyrsta hljóðfæri. Og þó, spurning hvort frúin yrði ánægð að hafa þetta eldrauða hljóðfæri hangandi upp á vegg heima?

Síðan hef ég auðvitað selt fullt af hljóðfærum sem ég sé auðvitað eftir. Mismikið reyndar, ég sé til dæmis gríðarlega mikið eftir Ovation kassabassanum sem ég átti á árunum 1995 til 1999. Svo ekki sé talað um Status-inn sem fylgdi mér lengi, það var bassi sem ég virkilega sé eftir. Ég var reyndar næstum því búinn að kaupa hann aftur fyrir nokkrum árum þegar ég sá hann hanga í Tónabúðinni í Reykjavík með allar sömu skellurnar og beyglurnar sem ég gaf honum á sínum tíma. En það var eitthvað hart í búi hjá mér, ég fylgdist reyndar vel með honum eftir þetta í von um að enginn myndir kaupa hann. Auðvitað var hann svo seldur einhverjum öðrum þegar ég átti loks til peninginn. Næst þegar ég sé hann þá...............!

Ég hef reyndar átt einn bassa sem ég sé ekkert eftir að hafa selt. Það er eiturgrænn MusicMan StingRay 5 - haugur sem ég keypti mér þegar við í Toymachine ætluðum að fara rokka enn feitar en fyrr. Ég er í fyrsta lagi enginn 5 strengja kall, og svo var þetta forljótur bassi.

Ég á æðislegan Status bassa í dag, Status Groove bass, sem er svo góður að manni líður eins og Stuart Hamm þegar maður er að spila á hann. Það er tilfinning sem maður sækist eftir þegar leitað er að hljóðfæri. Það verður að vera einhvernvegin “létt” að spila á það og manni verður að finnast maður geta spilað allt. 

Sömu sögu er reyndar ekki að segja af kassabassanum mínum núverandi. Hann keypti ég í norður Englandi í desember árið 2006. Nafnið er Vintage, og er ekki góður bassi að mínu mati. Hann fer hreinlega í taugarnar á mér. Til sölu hér með......

atli herg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn aftur eftir laaaaaaaangt hlé.

Skemmtileg lesning, og hjartanlega sammála þessu með sölu á hljóðfærum. 

Rúnar Eff (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband