Umferð

Hvað er málið með okkur sem erum í umferðinni? Þá sérstaklega á morgnanna. Í morgun varð ég eitthvað seinn fyrir, kom eldra barninu á leikskólann og lagði af stað til vinnu. Átti að mæta á fund kl 8:00 og hefði í raun náð því......EN!

Það hafði bíll keyrt utan í vegrið í Ártúnsbrekku og umferðin nánast stopp því það þurftu allir að skoða svo vel hvað hafði gerst. Nei!!! Lögguljós?! Hvað gerðist hér? Þekki ég einhvern þarna? Hvernig bíll er þetta? Hvað var hann að hugsa? Ætli það séu slys á fólki? Best að keyra á 5 km hraða og skoða þetta nánar.

Í alvöru? Þarf þetta? Er ekki hægt að halda allavega svipuðum hraða þannig að allir komist þangað sem þeir eru að fara? Þetta verður að laga.

Svo megum við vinna meira SAMAN í umferðinni. Þegar vegur mjókkar vegna t.d. framkvæmda þá er nánast ómögulegt að komast inn í röðina. Samt eru alveg tvær akreinar nema kannski á smá kafla. En þar gefa menn frekar í heldur en að hleypa inn í röðina. Þetta verður til þess að margra kílómetra löng röð myndast og hugsunin "Gleymdu því! Þú kemst ekki á undan mér, ég er búinn að vera í röð hérna í þrjú kortér og þú varst að koma" er allsráðandi. Hugsið ykkur ef báðar akreinar væru full nýttar og eins og annarhver bíll kæmist þrenginguna. Auðvelt? Já. Minni biðtími? Já. Betra skap? Klárlega, hjá öllum.

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu á morgnanna! Æði?

 

Mætti kl 8:15 í morgun. :(


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband