5.3.2008 | 00:30
Kiss, Formúla 1, gamlingjar og 875 evrur....
Hljómsveitin Kiss heldur upp á 35 ára starfsafmæli sitt á næstunni með því að leggja af stað í hljómleikaferðalag um heiminn sem þeir nefna "KISS ALIVE 35"
"Túrinn" hefst 16 mars n.k. í Melbourne í Ástralíu á fyrstu Formula 1 kappakstri ársins 2008. Fyrir ISK 6500 færðu miða sem gildir bæði á kappaksturinn og á Kiss tónleikana. Þeir kalla þetta "Super Sunday" sem ég skil mjög vel. Svæðið opnar snemma morguns og tónleikarnir hefjast kl 19:00. Fyrir áhugasama þá er hægt að sjá http://www.grandprix.com.au/
Þaðan fara Kissararnir og spila á fleiri stöðum bæði í Ástralíu og í Nýja Sjálandi áður en þeir koma til evrópu. Já gott fólk, EVRÓPA..:!! Og í þessari röð:
Þýskaland, Ítalía, Serbía, Búlgaría, Grikkland, Rússland, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Þýskaland (aftur), Tékkland, Þýskaland (aftur), Holland, Frakkland, Þýskaland (enn og aftur) og loks Spánn.
Reyndar er enn að bætast við tónleikar í evrópu, en þeir halda aftur til USA þann 21 júní.
Þetta er stærsti og vel heppnaðasti tour sem Kiss hefur farið á ferlinum sem spannar eins og áður sagði 35 ár. Það seldist upp á 7 mínútum í Helsinki 27 maí n.k. (15.000 miðar) þannig að bæta þurfti við seinni tónleikum daginn eftir sem einnig seldust upp en nú á lengri tíma, 9 mínútum. Stokkhólmur 30 maí n.k. seldist upp á innan við 20 mínútum (35.000 miðar), það fannst mér mjög slæmt þar sem þetta voru tónleikarnir sem ég ætlaði að sjá. Til viðbótar er uppselt í París, Osló, Oberhausen, Prag ásamt fleirum. Og þar sem stanslaust er að bætast við tónleikar í evrópu er best að fylgjast með hér http://www.kissontour.com
Svo er fólk að tala um að þeir séu orðnir of gamlir? Það nennir enginn að minnast á Rolling Stones?
Ég hef hins vegar ekkert séð eða heyrt í íslenskum fjölmiðlum um þennan tour? Ein stærsta hljómsveit allra tíma með met tour í sölu og enginn minnist á það? Hvernig væri nú ef Einar Bárðar tæki sig nú til og héldi alvöru tónleika í Egilshöllinni þar sem barnabörnin, börnin, foreldrarnir og afi og amma færu öll saman að sjá? Það þekkja allir Kiss, það eiga flestir sitt uppáhalds lag með þeim og það vilja klárlega allir sjá þetta.
Ég á miða á Forum í Kaupmannahöfn þann 3 júní n.k. Þá verður minn 25 ára gamli draumur að veruleika. Ég nefnilega sá þá ekki þegar þeir komu hingað til lands og spiluðu í Reiðhöllinni í Víðidal 30 ágúst 1988. Ég fékk ekki leyfi til að fara, kornungur snáðinn á Akureyri. Bömmer.........!
Og fyrir þá sem eiga auka 875 evrur (90.000 ISK), þá er hægt að kaupa "Meet & Greet" miða. Með honum fær maður að hitta "strákana" persónulega í fullum skrúða og fá af sér mynd með þeim.
Geturðu lánað mér..............?
atli herg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 14:07
Að meika það í Noregi?
Mikið er ég nú stoltur af honum Rúnari Eff vini mínum sem er að gera góða hluti á útvarpsstöðvum í Noregi og á myspace-síðunni sinni með sína útgáfu af A-HA slagaranum Take on me. Ég hlustaði einmitt á viðtal við hann á netinu áðan af útvarpsstöðinni P4 þar í landi.
Ekki nema von að Norðmenn fíli þetta, enda A-HA eitt af þeirra aðal tónlistarstolti svo ekki sé talað um hversu vel hann fer með lagið.
Það væri ekki verra ef þessu fylgdi tónleikaferðalag, ég er viss um að honum vanti bassaleikara. Hvar á ég að sækja um? Tjékkið á þessu gott fólk. www.myspace.com/runareff
kv, atli herg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 12:31
Bas(s)ar
Ég var 14 ára þegar ég hóf að hamra bassann. Jólin 1992 fékk ég eldrauðan RockWood (by Hohner) bassa og lítinn 15W Roland bassamagnara frá föður mínum. Fljótlega skipti ég þó Rolandinum upp í 150W Carlsbro magnara svo að rokkið myndi nú skila sér betur.
Þetta var ekki merkilegur bassi þessi RockWood en þó lærði ég eitt af þessu sem maður heyrir þó tónlistarmenn segja mjög oft. Maður á aldrei að selja hljóðfærin sín Þetta er rétt, hvað þá sitt fyrsta hljóðfæri. Og þó, spurning hvort frúin yrði ánægð að hafa þetta eldrauða hljóðfæri hangandi upp á vegg heima?
Síðan hef ég auðvitað selt fullt af hljóðfærum sem ég sé auðvitað eftir. Mismikið reyndar, ég sé til dæmis gríðarlega mikið eftir Ovation kassabassanum sem ég átti á árunum 1995 til 1999. Svo ekki sé talað um Status-inn sem fylgdi mér lengi, það var bassi sem ég virkilega sé eftir. Ég var reyndar næstum því búinn að kaupa hann aftur fyrir nokkrum árum þegar ég sá hann hanga í Tónabúðinni í Reykjavík með allar sömu skellurnar og beyglurnar sem ég gaf honum á sínum tíma. En það var eitthvað hart í búi hjá mér, ég fylgdist reyndar vel með honum eftir þetta í von um að enginn myndir kaupa hann. Auðvitað var hann svo seldur einhverjum öðrum þegar ég átti loks til peninginn. Næst þegar ég sé hann þá...............!
Ég hef reyndar átt einn bassa sem ég sé ekkert eftir að hafa selt. Það er eiturgrænn MusicMan StingRay 5 - haugur sem ég keypti mér þegar við í Toymachine ætluðum að fara rokka enn feitar en fyrr. Ég er í fyrsta lagi enginn 5 strengja kall, og svo var þetta forljótur bassi.
Ég á æðislegan Status bassa í dag, Status Groove bass, sem er svo góður að manni líður eins og Stuart Hamm þegar maður er að spila á hann. Það er tilfinning sem maður sækist eftir þegar leitað er að hljóðfæri. Það verður að vera einhvernvegin létt að spila á það og manni verður að finnast maður geta spilað allt.
Sömu sögu er reyndar ekki að segja af kassabassanum mínum núverandi. Hann keypti ég í norður Englandi í desember árið 2006. Nafnið er Vintage, og er ekki góður bassi að mínu mati. Hann fer hreinlega í taugarnar á mér. Til sölu hér með......
atli herg
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2007 | 23:24
Beint frá Wikipedia !
Graham Paddon er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 17:19
Umferð
Hvað er málið með okkur sem erum í umferðinni? Þá sérstaklega á morgnanna. Í morgun varð ég eitthvað seinn fyrir, kom eldra barninu á leikskólann og lagði af stað til vinnu. Átti að mæta á fund kl 8:00 og hefði í raun náð því......EN!
Það hafði bíll keyrt utan í vegrið í Ártúnsbrekku og umferðin nánast stopp því það þurftu allir að skoða svo vel hvað hafði gerst. Nei!!! Lögguljós?! Hvað gerðist hér? Þekki ég einhvern þarna? Hvernig bíll er þetta? Hvað var hann að hugsa? Ætli það séu slys á fólki? Best að keyra á 5 km hraða og skoða þetta nánar.
Í alvöru? Þarf þetta? Er ekki hægt að halda allavega svipuðum hraða þannig að allir komist þangað sem þeir eru að fara? Þetta verður að laga.
Svo megum við vinna meira SAMAN í umferðinni. Þegar vegur mjókkar vegna t.d. framkvæmda þá er nánast ómögulegt að komast inn í röðina. Samt eru alveg tvær akreinar nema kannski á smá kafla. En þar gefa menn frekar í heldur en að hleypa inn í röðina. Þetta verður til þess að margra kílómetra löng röð myndast og hugsunin "Gleymdu því! Þú kemst ekki á undan mér, ég er búinn að vera í röð hérna í þrjú kortér og þú varst að koma" er allsráðandi. Hugsið ykkur ef báðar akreinar væru full nýttar og eins og annarhver bíll kæmist þrenginguna. Auðvelt? Já. Minni biðtími? Já. Betra skap? Klárlega, hjá öllum.
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu á morgnanna! Æði?
Mætti kl 8:15 í morgun. :(
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 12:04
Selj´ann !!!
Það væri allavega löngu búið að láta mig flakka úr vinnunni ef ég væri ALLTAF veikur heima en þó að þiggja laun. Og trúið mér, ég hef ekki jafn há laun og þessi maður.
Selj´ann
Gef´ann
Saha ekki klár í slaginn fyrr en í nóvember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 26.2.2008 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 11:24
Ávaxtakarfan og Sinfó!
Ég fór með syni mínum á tónleika síðasta laugardag með Sinfóníuhljómsveit Íslands, þar sem leikin voru lögin úr hinu stórskemmtilega leikriti um Ávaxtakörfuna. Söngvarar voru Andrea Gylfadóttir, Selma Björnsdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson, ásamt sögumanninum Erni Árnasyni. Þetta byrjaði nú heldur betur ekki vel. Ég veit hvað taktur er og líka hvað taktleysa er, en það sem var að gerast hjá okkar ástsælu sinfó þarna í byrjuninni á fyrsta laginu (Litir) var hvorki taktur né taktleysa, úff, það var hræðilegt að sitja þarna og hlusta á þennan gjörning. Það var hreinlega engin taktur í gangi hjá þeim. Ekki batnaði það þegar hún Selma kom inn í með sönginn. En þetta er það eina sem ég get sett út á hvað varðar hljómsveitina. En blessað söngfólkið var ekki búið að "syngja sitt síðasta"
Ítrekað gerðist það að þau vissu ekki hvenær ætti að byrja að syngja. Þ.e.a.s. hvenær söngurinn ætti að koma inn í hverju lagi. Meira að segja hélt Jónsi áfram að syngja í einu laginu þegar hann átti ekki að gera það. Þetta virkaði allt eins og þetta væri illa eða jafnvel óæft. Sýningunni "hent upp" svona einn, tveir og þrír. Hrist fram úr erminni, græðum smá pening!
Sögumaðurinn, Örn Árnason, söng held ég meira heldur en Jónsi. Á meðan sat Jónsi á stól á sviðinu og lét lítið fyrir sér fara. Hugmyndin góð af þessu öllu saman, en hrikalega illa sett upp.
Sonur minn hafði þó gaman af þessu. Hann er 3 ára. Það er kannski fyrir öllu. En bæði ég og mamma hans fórum með, þessi hljóðmengun kostaði fjölskyldu mína kr 4800.-
Bloggar | Breytt 26.2.2008 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 23:18
Bíddu?
Rut skoraði 6 mörk fyrir Ísland í 9 marka tapleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)