Ósmekkleg auglýsing Plús-ferða !!!

Ég var að fletta í gegnum Fréttablaðið í dag. Þá rak ég augun í stóra auglýsingu frá ferðaskrifstofunni Plús-ferðum sem mér finnst afar léleg og sýnir hún vanhugsaða hugmynd hrint í framkvæmd. Þarna ætla "markaðsmenn" Plús-ferða líklega að vera rosa sniðugir og í takt við tíðarandann og segja: "Þurftirðu að skila jeppanum? En þú kemst samt með Plús-ferðum til útlanda"

Þarna er auðvitað verið að niðurlægja marga hugsanlega kúnna sína og gera grín að restinni af því fólki sem er búið að missa t.d. bílinn sinn í eftirköstum góðærissins. Hver er markhópurinn með þessari auglýsingu? Ekki þeir sem eiga nóg af peningum er það? Fara þeir með Plús-ferðum?

Nei, segjum hjón sem sitja við morgunverðarborðið með kaffið sitt á þessum sunnudagsmorgni. Jeppinn þeirra var tekinn fjárnámi síðasta föstudag. "Heyrðu elskan? Eigum við að kíkja til útlanda? Þeir hjá Plús-ferðum eru að auglýsa ferð hérna, akkúrat fyrir okkur"

Ó Nei. Að mínu mati: Dónalegt, siðlaust..........bjánar.

kv,

Leðjan.....! Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband